miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Liðin eru 13 talsins

13. júlí 2014 kl. 00:15

Youth Cup fer fram í annað sinn á Íslandi.

Nú er dagur 2 að kvöldi kominn og gekk hann í alla staði vel. Krakkarnir æfðu sig á hestunum sínum og líður öllum vel og eru að mynda tengsl bæði við hesta og menn.

Í kvöld var krökkunum skipt í lið og munu þau vera saman á daginn í þjálfun og við leik en á kvöldin taka fararstjórarnir aftur við þeim og sjá til þess að allir fari snemma að sofa og vakni eldspræk í morgunmat (hóst).

 

Liðin eru 13 og 6 knapar eru í hverju liði. Liðsfélagarnir fengu vesti, hvert með sínum lit og bókstaf. Krakkarnir fóru svo inn og bjuggu til „lógó“ og fundu nafn á liðið sitt og þarf nafnið að byrja á þeim bókstaf sem þeim var úthlutað. Á morgun munum við upplýsa ykkur um það hvað liðin heita.