laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Youth Cup 2010 í Danmörku lokið-

18. júlí 2010 kl. 12:31

Youth Cup 2010 í Danmörku lokið-

Krakkarnir í íslenska liðinu stóðu sig með prýði á youth cup sem að þessu sinni var haldið í Danmörku, þrátt fyrir afföll i hestakostinum. Unglingarnir voru flest komin með hross áður en haldið vara af stað en mörg þeirra máttu sjá af sínum hestum þar sem þeir voru ekki bólusettir eftir réttum reglum. Krakkarnir voru nú samt ánægð með förina þratt fyrir misgóðan árangur. Úrslitin voru riðinn í á laugardag í öllum greinum.  Steinunn Arinbjarnardóttir stóð sig vel á stóðhestinum Kára frá Eystra Hóli. Hún vann töltkeppnina og varð sjötta í fjórgangi, eftir að hafa riðið sig upp í A úrslit.  Anna Kristín Friðriksdóttir varð önnur í fimgangi á stóðhestinum Djákna fra Votmúla. Anna Kristín og Nanna Lind Stefánsdóttir voru einnig í verðlaunasætum í gæðingaskeiði og  Björgvin Helgason var í verðlaunasæti í fjórgangi.

Sigrún Erlingsdóttir