föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Yndislegt mót og vel tekið á móti öllum"

14. júlí 2019 kl. 12:45

Helga Gísladóttir

Viðtal við Helgu Gísladóttur eftir sigur i tölti

Helga Gísladóttir sigraði tölt áhugamanna hér á Fjórðungsmóti. Hún sat á hryssunni Sögu frá Blönduósi. Helga og Vilborg Smáradóttir, sem sýndi Dreyra frá Hjaltastöðum, voru jafnar í 1-2 sæti og svo fór að það þurfti sætaröðun dómara til að skera úr um fyrsta sætið.

Blaðamaður Eiðfaxa ræddi við Helgu að sigri loknum. Helga er alin upp hér í Hornafirði en er búsett á Selfossi. Hún segir m.a. frá því hversu gaman sé að koma heim í Hornfafjörðinn og sigur í tölti hafi verið góð viðbót við ferðina.

Það má hlusta á viðtalið í heild sinni á youtube rás Eiðfaxa með því að smella á vefslóðina hér fyrir neðan.

 

https://youtu.be/ETdkdeGBR0w