miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfirlýsing frá Meistaradeild í hestaíþróttum

9. mars 2012 kl. 16:13

Yfirlýsing frá Meistaradeild í hestaíþróttum

Fjölmargir áhugamenn um Meistaradeild í hestaíþróttum misstu af keppni í slaktaumatölti og flugskeiði sem fram fór í Ölfushöllinni fimmtudagskvöldið 8. mars vegna bilunar í sendingarbúnaði fjarskiptafyrirtækisins Mílu. Slæmt örbylgjusamband milli Ölfushallar og Þorlákshafnar, þaðan sem myndefni fer áfram um ljósleiðara, varð þess valdandi að bein útsending frá mótinu á vefsíðu Meistaradeildar og Eiðfaxa féll niður. Meistaradeildin harmar tæknibilunina og biður alla velvirðingar á þeim óþægindum sem hún kann að hafa valdið.

Meistaradeildin ber ábyrgð á þessari uppákomu og mun sjá um að kostnaður verði endurgreiddur öllum sem keyptu sér aðgang að útsendingunni.

Vinsamlegast sendið tölvupóst á info@meistaradeild.is þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Fulltrúi Meistaradeildarinnar mun í framhaldi hafa samband og ganga frá fjáhagslegri hlið málsins.

Unnið er að endurbótum og styrkingu dreifingar sjónvarpsefnis í beinni útsendingu frá lokakeppni Meistaradeildarinnar þann 30. mars nk.  Útsendingin verður endurgjaldslaus öllum þeim sem vilja horfa á keppnina á netinu.

fh. Meistaradeildar,
Kristinn Skúlason
formaður stjórnar