sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfirlýsing frá Magnúsi Lárussyni kynbótadómara

31. maí 2013 kl. 21:27

Yfirlýsing frá Magnúsi Lárussyni kynbótadómara

Á kynbótasýningu á Selfossi nú í vikunni urðu mér á alvarleg mistök.  Lét ég orð falla sem eru algerlega óásættanleg fyrir mann í minni stöðu.  Ég biðst innilegrar afsökunar á framferði mínu.    Ég hef ávallt í mínum störfum gætt hlutleysis við dómstörf og metið hvert hross eins og það hefur komið fyrir í dómi hverju sinni.   Friður verður að ríkja um dómstörf kynbótahrossa og traust á því starfi sem þar fer fram.  Mín afglöp eru þess eðlis að því trausti er nú ógnað.   Mín persónulegu mistök mega ekki verða til þess að að kasta rýrð á það starf.  Ég mun því víkja til hliðar í dómstörfum kynbótahrossa að svo komnu máli og ítreka jafnframt afsökunarbeiðni mína til allra þeirra sem hlut eiga að máli. 

 
 
Þórir Magnús Lárusson