þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfirlýsing frá LH

4. nóvember 2013 kl. 18:33

,,Hross skulu ekki vera þjálfuð á þann hátt að það stefni líkamlegri eða andlegri getu og/eða þroska í voða."

Vegna umfjöllunar á RÚV um tamningaaðferð síðustu daga, vill stjórn Landssambands hestamannafélaga koma eftirfarandi á framfæri.

Í siðareglum Landssambands hestamannafélaga, regla 2.2.1.2. segir ,,Hross skulu ekki vera þjálfuð á þann hátt að það stefni líkamlegri eða andlegri getu og/eða þroska í voða. Þjálfunaraðferðir sem misbjóða, valda ótta eða eru ekki við hæfi andlegs þroska hrossins, skulu ekki notaðar“.

Landssambandið vill ítreka það að velferð hestsins skuli ávallt höfð að leiðarljósi alls staðar og nálgast eigi hestinn út frá forsendum hans.

Stjórn Landssambands hestamannafélaga