miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfirlýsing frá Hinriki Bragasyni

odinn@eidfaxi.is
3. júlí 2014 kl. 09:45

Ómur frá Kvistum styrkir aftur stöðu sína í kynbótamatinu.

Vegna afskráningar Óms frá Kvistum úr A-flokki.

Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist Eiðfaxa:

Ég undirritaður, Hinrik Bragason hef ákveðið að mæta ekki með Óm frá Kvistum til keppni í milliriðlum í A-flokki.  Smá fleiður kom á hestinn í forkeppninni.  Ómur mætti í skoðun fyrir keppni í milliriðlum í dag hjá dýralæknum mótsins og stóðst skoðun og er klár til keppni.  Hinsvegar vill ég ekki  taka neina áhættu með hestinn.  

Ómur mun fylgja afkæmum sínum í sýningu á laugardag hann en þar hlýtur hann 1. verðlaun fyrir afkvæmi.  

Með Landsmótskveðju

Hinrik Bragason