mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfirlýsing frá FT

5. nóvember 2013 kl. 10:33

Í kjölfar þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum nú að undanförnu sendir Félag tamningamanna frá sér eftirfarandi ályktun.

"Tamningar hesta er vandasamt verk og krefst kunnáttu, lagni og þolinmæði. Félag tamningamanna gerir þær kröfur til félagsmanna að stunda vönduð og fagleg vinnubrögð, sýni tamningahrossum nærgætni og að þeir séu ávallt með velferð og öryggi hesta og manna í fyrirrúmi.

Félag tamningamanna  mælir með tamningaraðferðum sem byggja á gagnkvæmri virðingu og trausti milli manns og hests. Einnig er mikilvægt að nota aðferðir þar sem hesturinn fær nægjanlegan tíma til þess að þroskast og þróast jafnt andlega sem líkamlega.

Tamningamenn eru hvattir til að nota aðferðir sem eru ólíklegar til að skapa neikvæða upplifun hestsins af tamningunni. Forðast skal aðferðir sem koma hestinum í uppnám og framkalla mikil eða yfirdrifin flóttaviðbrögð.

Lengi býr að fyrstu gerð er orðatiltæki sem á ekki hvað síst við frumtamningar hrossa og eru hesteigendur jafnframt hvattir til að vanda val tamningamanna ekki síst við frumtamningar, mikilvægasta hluta við uppbyggingu reiðhestsins. 

P.s. aðgát skal höfð í nærveru sálar"

 

Félag tamningamanna