föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfirlýsing frá FT

23. september 2011 kl. 10:33

Yfirlýsing frá FT

Í framhaldi af umræðu um ráðningu reiðkennara við Endurmenntunardeild LbhÍ vill stjórn Félags tamningamanna hvetja stjórnendur LbhÍ, sem og annarra ríkisrekinna menntastofnana,...

til að auglýsa þau störf sem í boði eru á sviði reiðkennslu. Félag tamningamanna telur eðlilegt að fullgildum og lærðum reiðkennurum sé gefinn kostur á að sækja um slík störf þegar þau eru í boði, án þess að verið sé að kasta rýrð á neinn er málið varðar. Reiðkennarar með B-próf hafa lokið ítarlegu utanskólanámi og reiðkennarar sem útskrifast hafa frá Hólaskóla eiga að baki þriggja ára nám þar sem ekki eingöngu er litið til reiðmennsku og rétt uppbyggðar þjálfunar, heldur einnig kennslufræði og fleiri þátta er máli skipta í slíku starfi. Í Félagi tamningamanna er fjöldi útskrifaðra reiðkennara og hefur félagið lagt áherslu á að kynna þá sem valkost fyrir hestamannafélög og aðra er leita fagfólks til starfa.