fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfirlýsing - Að gefnu tilefni

4. júlí 2010 kl. 21:00

Björn Steinbjörnsson og Susanne Braun, dýralæknar

Undarnfarið hafa fjölmiðlar birt upplýsingar um heilbrigðisástand íslenska hrossastofnsins hvað varðar smitandi öndunarfærasjúkdóm í hrossum. Því miður reyndist fréttaflutningur þannig, að dýralæknar væru ekki á eitt sáttir um ástæðu og meðhöndlun sjúkdómsins.

Hve oft í vísindaheiminum hafa vísindamenn ekki verið ósammála þegar ný vandamál steðjuðu að. Það er skiljanlegt, því oft er það þannig, að sjúkdómstilfelli og aðstæðu þeirra eru afar mismunandi og viðbrögð einnig. Eitt af frumskilyrðum þess, að komast að niðurstöðu, er að vísindamenn opni bækur sína fyrir hverjum öðrum og ræði verk hvers annars. Rökræður og skoðanaskipti mismunandi niðurstaðna er sú næring sem til þarf fyrir þá ávexti sem rannsóknir gefa af sér.

Í byrjun maí var stórhluti íslenska hrossa orðinn veikur. Eigendur leituðu hjálpar og ráðlegginga hjá dýralæknum vegna hóstandi og slappra hesta. Sem starfandi dýralæknar leituðum við aðstoðar hjá þeim aðilum sem við töldum best færa um að geta veitt okkur hjálp og svarað spurningum okkar. Meðal annars höfðum við samband við rannsóknarstofur í Þýskalandi, Austuríki, Sviss og Belgíu. Fyrir valinu urðu Ónæmisfræðideild Dýralæknaháskólans í Hannover og Vírusrannsóknastofan við Justus-Liebig háskólann í Giessen, báðar staðsettar í Þýskalandi. Þessar tvær rannsóknastofnanir buðu upp á mestu breidd rannsóknarmöguleika að okkar mati.

Við sendum þangað  þann 10. mai, 19. maí og 27. maí blóðprufur, nasastroksýni og augnstroksýni til rannsóknar. Verkefnið reyndist erfiðara og fjölbreytara heldur en haldið var í fyrstu. Við gerðum okkur fljótt grein fyrir því, að ekki var um algengan sjúkdóm að ræða. Vegna sjúkdómsmyndarinnar og hve hratt og smitandi sjúkdómurinn var, beindist áhersla  rannsóknarinnar að leit að vírussjúkdómi.

Eftir að við höfðum útilokað flesta þekktra vírusa sem valda öndunafærasýkingum í hrossum, bentu niðurstöður okkar til þess, að herpesvírus gæti átt hlut að sjúkdómnum. Því teljum við mikilvægt að það verði rannsakað áfram í þá átt. Vissulega getur þó verið um aðra orsakavalda að ræða.

Samhliða hófst leit að meðferðarúrræði gegn sjúkdómnum. Þar sem sjúkdómsvaldurinn er enn óþekktur, er úr vöndu að ráða. Að okkar mati er besta leiðin að finna aðferð sem styrkir ónæmiskerfi hrossanna. Í þá átt beinast rannsóknir okkar nú. Til þess að mega halda áfram, þarf leyfi frá Tilraundýranefnd og höfum við sent inn umsókn til hennar í þá veru. Það er von okkar og trú, að það leyfi verði veitt.

Við höfum áhyggjur af því, að ef sú staða kemur upp í haust, að ekkert meðferðarúrræði verði til við sjúkdómnum þegar haust og vetur gengur í garð, standi hrossin okkar hóstandi og óvarin í haustrigningum og hríðarbyljum. Takist okkur að finna meðferðarúrræði en öll hross orðin alfrísk, var ekki leitað til einskis. Til væri meðhöndlun ef annað áfall bæri að garði seinna.

Okkur er ljúft og skylt að leiðrétta frétt sem birtist í einum að veffjölmiðlum hestamanna (www.eidfaxi.is) frá 2. júlí síðastliðnum. Þar er því  haldið fram, að undirrituð séu ósammála viðbrögðum og aðgerðum Matvælastofnunar við hrossapestinni og að Stofnunin hafi lagt stein í götu okkar. Hið sanna er, að yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun hefur haft aðgang að rannsóknum okkar frá upphafi og við höfum fylgt fyrirmælum hans í hvívetna. Einnig höfum við birt rannsóknarniðurstöður okkar á innri vef dýralækna jafnóðum.

Virðingarfyllst,

Dr. Susanne Braun, sérfræðingur í hrossasjúkdómum

Dr. Björn Steinbjörnsson, dýralæknir lyfjamála hjá Matvælastofnun