laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfirlitssýning á Hellu og í Víðidal á sama degi.

28. júní 2010 kl. 18:55

Yfirlitssýning á Hellu og í Víðidal á sama degi.

Eins og flestir hestamenn hafa tekið eftir þá fara fram kynbótasýningar á tveimur stöðum á Suðurlandi þessa vikuna, önnur á Hellu og hin í Reykjavík. Þar sem þetta hefur yfirleitt ekki verið fyrirkomulagið fram að þessu þá lék Eiðfaxa forvitni á að vita hvort þessi breyting væri eitthvað sem koma skyldi eða bara til prufu í þetta sinn. Við slógum á þráðinn til Guðlaugs Antonssonar hrossaræktarráðunautar og spurðum hann hvaða ástæður lægju þarna að baki ekki síst varðandi yfirlitssýningarnar sem eru vinsælar meðal hrossaræktenda að fylgjast með en þær eru á sama degi á báðum sýningum.
Guðlaugur tjáði okkur að á fundi með knöpum á Selfossi í vor hefði verið ákveðið að gera þetta svona í þetta sinn, það var rætt um að halda sýningu á Hellu en fram hefðu komið óskir frá sýnendum að dæma líka í Reykjavík þessa daga og þeir hefðu í raun bara verið að fara eftir þeim óskum.  Hvað varðaði yfirlitssýninguna hafi það verið óheppilegt að ekki skyldi hafa verið haft samráð milli sýningaraðilanna en það er Búnaðarsamband Suðurlands sem heldur sýninguna á Hellu, en Búnaðarsamtök Vesturlands tóku að sér að halda sýninguna í Reykjavík þar sem Búnaðarsamband Suðurlands treysti sér ekki til þess að halda tvær sýningar á sama tíma.  Vestlendingar hefðu sett yfirlitssýninguna á fimmtudaginn og talið víst að yfirlit á Hellu yrði á föstudegi líkt og vant er þar, en svo kom í ljós að yfirlitið á Hellu var sett á fimmtudaginn líka.
-hg