mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum á morgun

2. júní 2011 kl. 09:34

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum á morgun

Fyrri yfirlitssýning héraðssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 3. júní og hefst stundvíslega kl. 8:00.

Skipulag dagsins og röð flokka verður eftirfarandi:

Föstudagur, kl. 8:00.
7v. og eldri hryssur
6v. hryssur
Hádegishlé
5v. hryssur
4v. hryssur
Kaffihlé
4v. stóðhestar
5v. stóðhestar
6v. stóðhestar
7v. og eldri stóðhestar.
(Áætluð sýningarlok milli kl. 19 og 20).

Yfirlitssýningar eru álitlegur kostur fyrir ræktunarfólk til að sjá mikinn fjölda hrossa í samanburði og vorsýningarnar upptaktur þeirrar hrossaveislu sem landsmót á Vindheimamelum verður sannarlega.