þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfirlit á Hellu

6. júní 2014 kl. 11:45

Stika frá Votumýri Mynd: votamyri.com

Nokkuð um hækkanir

Yfirlitið á Hellu hófst í morgun en dagurinn í dag verður helgaður hryssunum. Byrjað var kl. 8:00 og er áætlað að sýningum í dag ljúki 19:00. Hér fyrir neðan er hægt að sjá dagskrána en stóðhestarnir verða sýndir á morgun.

Nokkuð er um hækkanir á Hellu en m.a. hækkaði Blíða frá Litlu-Tungu II úr 9,0 í 9,5 fyrir skeið. Stika frá Votumýri hækkaði einnig en hún hækkaði úr 8,0 fyrir skeið í 8,5 og úr 8,5 fyrir hægt tölt í 9,0. 

Sýningarröð flokka verður sem hér segir:

Föstudagur 6. júní - sýning hefst kl. 8:00

  • Hryssur, 7 vetra og eldri og geldingar
  • Hryssur, 6 vetra
  • Hádegishlé um kl. 12 (að loknum 10 sýnigarhópum 6 v. hryssna)
  • Hryssur, 6 vetra frh.
  • Hryssur, 5 vetra
  • Hryssur, 4 vetra

Laugardagur 7. júní - sýning hefst kl. 8.00

 

  • Stóðhestar, 4 vetra
  • Stóðhestar, 5 vetra
  • Stóðhestar, 6 vetra
  • Stóðhestar, 7 vetra og eldri