laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfirlit hæst dæmdu hrossa í B-flokki gæðinga-

21. september 2011 kl. 16:41

Yfirlit hæst dæmdu hrossa í B-flokki gæðinga-

Landmótsmeistarinn Kjarnorka frá Kálfholti, silfurverðlaunahafinn Eldjárn og Klerkur frá Bjarnanesi hlutu öll yfir 8,70 í B-flokki á gæðingamótum í sumar.

Aðrir fótaburðagæðingar rata einnig inn á lista yfir tíu hæst dæmdu hross í B-flokki gæðinga þetta árið og fylgir hér listi með nöfnum þeirra og hæstu einkunnir sem þau fengu. Líkt og í fyrri frétt um A-flokk gæðinga, fylgja með myndir af þeim frá mótum í sumar og er miðað við sýningar allra gangtegunda. Nokkrir þeirra rötuðu á listann oftar en einu sinni vegna yfirburðarárangurs á fleiri en einu móti en á listanum er tekið mið hæstu einkunn sem hrossið hlaut.


1. Kjarnorka frá Kálfholti, kn. Sigurður Sigurðarson - Landsmót hestamanna – milliriðill: 8,75
2. Eldjárn frá Tjaldhólum, kn. Guðmundur Björgvinsson - Landsmótsúrtaka Geysis, Trausta, Smára og Loga: 8,72
3. Klerkur frá Bjarnanesi 1, kn. Eyjólfur Þorsteinsson -  Félagsmót Hornfirðings 2011: 8,71
4. Mídas frá Kaldbak, kn. Steingrímur Sigurðsson - Landsmót hestamanna – milliriðill: 8,63
5. Sveigur frá Varmadal, kn. Hulda Gústafsdóttir - Gæðingamót Fáks (WR): 8,62
6. Kaspar frá Kommu, kn. Sigurður Sigurðarson - Mánaþing og úrtaka: 8,61
7. Sædynur frá Múla, kn. Ólafur Ásgeirsson - Gæðingamót Andvara: 8,60
8. Alfa frá Blesastöðum 1A, kn. Sigursteinn Sumarliðason - Landsmót hestamanna – milliriðill: 8,60
9. Glóðafeykir frá Halakoti, kn. Einar Öder Magnússon - Opið Gæðingamót Sleipnis, Ljúfs og Háfeta: 8,59
10. Óði Blesi frá Lundi, kn. Sölvi Sigurðarson -  Úrtökumót Stíganda,Léttfeta,Svaða og Glæsis: 8,58