laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfirlit allt úr skorðum

28. júní 2012 kl. 13:08

Yfirlit allt úr skorðum

Yfirlit kynbótahrossa hefur allt úr skorðum gengið, en vegna árekstra við milliriðil í A-Flokk gæðinga þá náðist ekki að klára allar 5 vetra hryssurnar og þeim riðið saman með 4 vetra hryssum. Ekki kemur skýrt fram hvenær 5 vetra flokknum er lokið og hádegishléið sem átti að vera í hálftíma hefur verið stytt í 10 mínútur.

Þetta gerir okkur sem erum að fjalla um kynbótahrossin enn erfiðara um vik að miðla niðurstöðum dóma og áhorfendum með að átta sig á stöðunni.

Það væri betra að gera knöpum og hesteigendum það að útvega varaknapa ef knapinn sem sýndi hrossið í dómi getur ekki sýnt það samkvæmt hollaröð. Það er skiljanlegt að hross geta færst til, en það alls ekki gott þegar ekki er hægt að klára hvern aldurshóp áður en næsti hópur byrjar. Einnig verður að gera hádegishlé svo áhugasamir ræktunaráhugamenn geti aðeins rétt úr sér, létt á sér og nært sig. Þrátt fyrir frábær hross þá verður að vera aðeins andrými öðru hverju.