mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfirgefur fósturjörð sína

13. janúar 2014 kl. 09:05

Jakob S. Sigurðsson varð Íslandsmeistari á Eld frá Köldukinn í fyrra

Það bætist við gæðingaflóruna í Þýskalandi

Eiðfaxi greindi frá því í lok síðasta árs að gæðingurinn og Íslandsmeistarinn Eldur frá Köldukinn hafi verið seldur. Nýji eigandinn er Christina Dittrich en hún er búsett í Þýskalandi. Nú er það komið á hreint hvenær Eldur mun halda að utan en það verður þann 15.janúar n.k. og munu við hér heima því ekki sjá hann meir í keppni hérlendis. 

Eldur er klárhestur fæddur 2006 undan Eldjárni frá Tjaldhólum og Njálu frá Njálsstöðum. Hann hlaut 8,13 í aðaleinkunn kynbótadóms og 8,23 fyrir kosti. Þar á meðal 9 fyrir tölt, vilja og geðslag, fegurð í reið, fet og hægt tölt. Eldur á einungis 13 skráð afkvæmi í WorldFeng.