mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfirdómari á HM 2011 -

28. júlí 2010 kl. 15:42

Yfirdómari á HM 2011 -

Stjórn FEIF hefur sett í gang ferli sem leiðir til tilnefningu yfirdómara og aðstoðaryfirdómara á HM2 2011 í Austurríki. Aðildarfélög FEIF (þ.m.t. LH), íþróttanefnd FEIF, íþróttadómaranefnd FEIF og stjórn FEIF mega koma með tillögu að þessum embættum. Tilkynnt verður um niðurstöðu þessa ferlis í september.

Í nóvember mun síðan verða tilkynnt hverjir þeir fimmtán dómarar eru, sem starfa munu á HM 2011. Hvert aðildarfélag FEIF má tilnefna einn dómara, hinir dómararnir verða tilnefndir af nefnd sem starfar á vegum FEIF.

-hkg