fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfirburðir Árna Björns

odinn@eidfaxi.is
27. mars 2016 kl. 10:15

Bergur og Katla frá Ketilsstöðum

Skemmtileg og spennandi keppni á Allra sterkustu.

Það var mikið um dýrðir á keppniskvöldi Landsliðsnefndar "ALLRA STERKUSTU" í Sprettshöllinni í gærkvöldi. Flest af sterkustu töltpörum landsins komu þar fram auk annara atriða.

Fyrir fram töldust þeir Árni Björn og Jakob Sigurðsson líklegir til afreka og stóðu þeir undir væntingum en Bergur Jónsson á Kötlu frá Ketilsstöðum átti einnig mjög gott kvöld. Það endaði þannig að hann kom upp á milli þeirra fyrrnefndu og endaði annar. Jóhann Ragnarsson reið Kviku sinni upp úr B-úrslitum og endaði fjórði.

Ásmundur Ernir var fyrsti keppandi kvöldsins og átti frábæra sýningu á Speli frá Njarðvík, en Ásmundur er smá saman að skipa sér í fremstu röð knapa. Eins átti Viðar Ingólfsson gott kvöld á glæsihryssunni Von frá Ey en líklegt má telja að þau eigi eftir að vera áfram í fremstu röð töltpara landsins.

Niðurstöður kvöldsins voru:

1. Árni Björn og Skíma frá Kvistum  
2. Bergur Jónsson og Katla frá Ketilsstöðum  
3. Jakob Svavar Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey  
4. Jóhann Kristinn Ragnarsson og Kvika frá Leirubakka  
5. Viðar Ingólfsson og Von frá Ey  
6. Ásmundur Ernir Snorrason og Spölur frá Njarðvík