sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfir þúsund börn í tveimur reiðskólum

31. ágúst 2014 kl. 15:43

Vel heppnað en votviðrasamt reiðskólasumar.

Krakkar í reiðskólum landsins létu votviðri annað sumarið í röð ekki á sig fá. Aðsókn í tvo af stærstu reiðskólum landsins.

„Ég er mjög ánægð með sumarið enda nánast alltaf fullt á öll námskeið,“ segir Edda Rún Ragnarsdóttir sem stýrir Reiðskóla Reykjavíkur. Hún bendir á að í fyrrasumar hafi verið biðlistar allt sumarið. „En í sumar hefur fólk aðeins verið að afbóka til að fara til útlanda sökum veðurs.“

Þóra Þrastardóttir, sem stýrt hefur reiðskólanum Faxabóli í fjórtán ár, hefur svipaða sögu að segja. „Vissulega setur veðrið strik í reikninginn enda höfum við ekki getað gert eins mikið með krökkunum og hægt er þegar sól er og blíða,“ segir Þóra. „Það hafa komið námskeið þar sem rignt hefur allan tímann. En sem betur fer eru þessi krakkar svo miklir víkingar að þeir kvarta ekkert,“ segir hún glaðlega.

Viðtöl við unga þátttakendur í reiðskólum má nálgast í 8. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.