miðvikudagur, 19. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfir níuna

odinn@eidfaxi.is
6. júní 2019 kl. 17:44

Viðja frá Hvolsvelli, knapi Elvar Þormarsson.

Dómar kynbótahrossa í fullum gangi á Hólum.

Á Sörlastöðum var Pensill frá Hvolsvelli sýndur 4 vetra en móðir hans er Harpa-Sjöfn frá Hvolsvelli. En undan Vordísi móðursystur hans er hryssan Viðja frá Hvolsvelli sem sjálf var á meðal hæst dæmdu 4 vetra hryssum ársins þegar hún var sýnd. Eitt er að ná frábærum dómi 4 vetra en í nútíma hestamennsku er ekki tjaldað til einnar nætur og rétt er að stilla þjálfun og sýningum upp þannig að hrossin haldi áfram að bæta sig.

Þetta á vel við í tilfelli Viðju frá Hvolsvelli. Hún náði góðum dómi 4 vetra, vann svo sinn flokk fimm vetra á Landsmóti á Hólum 2016 og náði nú á Hólum sínum hæsta dómi þegar hún fór yfir níuna í hæfileikum. Viðja er jafnvíg hryssa með 9,0 fyrir tölt, brokk og skeið en hæst hlaut hún 9,5 fyrir vilja/geðslag.

Hér er dómurinn sem hún hlaut í dag en yfirlit er á Hólum á morgun föstudag.

IS2011284978 Viðja frá Hvolsvelli

Litur: 1500 Rauður/milli- einlitt

Ræktandi: Ásmundur Þór Þórisson, Helga Friðgeirsdóttir

Eigandi: Egger-Meier Anja

F.: IS2004187401 Frakkur frá Langholti

Ff.: IS2001186915 Vilmundur frá Feti

Fm.: IS1990265598 Spá frá Akureyri

M.: IS2005284976 Vordís frá Hvolsvelli

Mf.: IS1986186055 Orri frá Þúfu í Landeyjum

Mm.: IS1992284980 Orka frá Hvolsvelli

Mál (cm): 141 - 129 - 137 - 63 - 145 - 35 - 49 - 46 - 6,0 - 27,0 - 17,0

Hófa mál: V.fr.: 8,7 - V.a.: 8,1

Sköpulag: 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 7,5 - 7,0 - 9,0 - 8,0 = 8,29

Hæfileikar: 9,0 - 9,0 - 9,0 - 8,5 - 9,5 - 9,0 - 8,5 = 9,00

Aðaleinkunn: 8,72

Hægt tölt: 9,0      Hægt stökk: 8,5

Sýnandi: Bjarni Jónasson