laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfir 1000 hrossa markið

21. október 2011 kl. 11:36

Gunnar Arnarson, hrossaútflytjandi, er bjartsýnn á að útflutningur fari yfir 1000 hrossa markið.

Haustmarkaðurinn tók seinna við sér en venjulega

Útlit er fyrir að útflutt hross verði á annað þúsund í ár. Eftir fyrstu sjö mánuði ársins leit út fyrir að fjöldinn yrði innan við þúsund, sem hefði án efa haft neikvæð sálræn áhrif á hestasamfélagið hér heima. Gunnar Arnarson, hrossaútflytjandi, segir að haustmarkaðurinn hafi farið seinna í gang en venjulega, en hafi síðan tekið góðan kipp og von sé á fleiri kaupendum. „Það er að rætast úr þessu, sem betur fer. Það var ekkert tog í kringum Landsmótið, sem skýrist væntanlega af óvenjulegum aðstæðum. En ég er mjög vongóður um að heildarfjöldinn fari á annað þúsundið, verði einhversstaðar á milli þúsund og ellefu hundruð,“ segir Gunnar.

Hestablaðið 10. tölublað 2011