sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

WR Skeiðleikar

19. ágúst 2014 kl. 18:08

Líklega síðustu skeiðleikarnir.

Fimmtu og líklega síðustu Skeiðleikar sumarsins verða haldnir fimmtudagskvöldið næstkomandi að Brávöllum á Selfossi og hefjast þeir klukkan 19:00. Vonandi sjáum við sem flesta af því að veðurspáin er frábær og aldrei að vita hvað gerist hjá öllum þeim sterku hestum sem virðast vaxa með hverjum spretti.

Skeiðleikarnir verða WR og verða haldnir sem hluti af suðurlandsmóti sem fer fram á Gaddstaðaflötum við Hellu. Suðurlandsmeistarar verða því krýndir í 250. og 150. metra skeiði.

Allt verður á sínum stað; 250m og 150m skeið, auk 100m flugskeiðs! Lagt verður upp úr því að láta þetta ganga snarpt fyrir sig eins og venja stendur til. Miðast allt við að knapar og áhorfendur geti átt notalegri kvöldstund. Styrktaraðili skeiðleikanna í ár – Hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur – gefur verðlaunin.
Skráningargjaldið er krónur 2500.- á hest. Skráning er opin og henni líkur þriðjudagskvöldið 19.ágúst á miðnætti og skráning fer fram á 

http://www.skraning.is/vidburdir/skeidleikar-4-2-2/