miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

WorldFengur opinn

2. janúar 2012 kl. 13:37

WorldFengur opinn

WorldFengur er nú opinn fyrir alla án endurgjalds. Hægt er að leita að hrossum eftir nafni, uppruna og örmerki og þá eru allar niðurstöður kynbóta- (FIZO) og íþróttasýninga (FIPO) aðgengilegar öllum. Markmiðið er að opna nýja heima í upplýsingagjöf fyrir áhugafólk um íslenska hestinn sem ennþá er ekki orðið félagi í einhverju á þeim 19 FEIF félögum um heiminn, en eins og kunnugt er þá hafa allir félagar í FEIF frían áskriftaraðgang að WorldFeng. Ef nauðsynlegt er að sækja ítarlegri upplýsingar eins og um fullnaðardóma, fullt kynbótamat, ættartré, afkvæmi o.s.frv. þá er nauðsynlegt að vera áskrifandi að WorldFeng.

Vonast aðastandendur gagnagrunnsins að opnun hans auki áhuga á íslenska hestinum og verða lyftistöng fyrir íslenska hrossarækt að er fram kemur á vefsíðu WorldFengs sem státar nú af nýju útliti.

 

Þessu tengt:
WorldFengur opnaður að hluta