föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

World Tölt 2014

9. desember 2013 kl. 14:23

Jóhann Skúlason og Hnokki í úrslitum í tölti á HM í Berlín 2013

Mótið er eitt það vinsælasta innanhúss í Evrópu og þarna verða margir þeirra allra sterkustu

Úrval-Útsýn býður til sölu ferðir á mjög góðu verði á World Tölt í Odense í febrúar n.k. Þeir eru með takmarkað magn miða á þennan frábæra viðburð. 

Mótið er eitt það vinsælasta innanhúss í Evrópu og þarna verða margir þeirra allra sterkustu samankomnir til að keppa í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Að auki verða ýmsar uppákomur og sýningar á svæðinu auk kynninga- og sölubása. 

Flogið er með Icelandair á Kaupmannahöfn fimmtudaginn 20.febrúar kl 08:00 og heim á sunnudagskvöldinu 23. febrúar kl 20:10

Frá flugvelli er ekið til Odense. Mótið er á föstudaginn 21.feb og laugardaginn 22.feb 2014 Gist er á 4 stjörnu hótelinu Scandic í Odense.

Á hótelinu er veitingastaður, bar, setustofa, gufubað og líkamsræktaraðstaða. 100 herbergi eru á hótelinu sem öll innihalda öryggishólf . Þráðlaust internet (Wi-Fi) er aðgengilegt á öllu hótelinu og er ókeypis. Einstök ferð sem engin má missa af. Nánari upplýsingar eru áwww.urvalutsyn.is undir íþróttir.

Verð á mann í tvíbýli:
119.900,- kr.

Verð á mann í einbýli:
144.500,- kr.

INNIFALIÐ Í VERÐI FERÐAR
• Flug og flugvallaskattar (1 taska pr. mann 23 kg)
• Rútur að og frá flugvelli,
• Gisting á Scandic Odense 4* í 3 nætur
• Miði á mótið.

EKKI INNIFALIÐ Í VERÐI FERÐAR
• Skoðunarferðir