mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

World Cup 2011.

3. janúar 2011 kl. 16:01

World Cup 2011.

World Cup í Danmörku, febrúar næstkomandi. Á World Cup 2011 koma fram margir bestu íslenskir hestar...

í Evrópu. Viðburðurinn stendur yfir í tvo heila daga þar sem hæfustu knaparnir, bestu hestarnir og heillandi sýning verður haldin í sýningarhöllinni Arena Fyn in Denmark, 25-26 febrúar 2011.

Nú þegar hefur bæði keppnin sjálf og stóðhestasýngin á World Cup 2011 verið skipuð bestu knöpum og hestum norður Evrópu. Meðal keppenda eru heimsmeistarar og HM verðlaunahafar sem og verðlaunahafar  frá mótum í Skandinavíu. Þeir munu sýna frábær hross  sem án nokkurs vafa eru á heimsmælikvarða. Þetta þýðir að dagskrá þessa árs í World Cup  mun innihalda frábæra knapa, tölt og skemmtun sem verður engu síðri en sýningar fyrri ára.

Gæði í hæsta flokki.  Miðar á World Cup árið 2010 seldust upp. Sem þýðir að enn frekari væntingar eru gerðar til í ár og nú þegar hafa nokkrar breytingar verið gerðar á fyrri dagskrá. Keppnin í gangtegundum árið 2011 verður haldin á föstudegi og laugardegi, með fáeinum undantekningum á dagskrá föstudagsins og úrslitakeppninni á laugardeginum, en síðustu ár hefur keppnin sjálf verið haldin á aðeins einum degi. Bo Hansen, einn af máttarstólpum bakvið Heimsbikarkeppnina í Tölti hefur þetta að segja: “Þetta er aðeins ein viðbót enn, sem mun gera upplifunina fyrir hina 3000 áhorfendur jafnvel enn áhrifameiri.”

“Við viljum viðhalda okkar háa gæðastaðli og gera betur fyrir knapa, hesta, sýnendur og áhorfendur. Við erum að gera endurbætur á brautinni og í ár er möguleiki á að panta sér sæti í höllinni. Stóðhestasýningunni verður skipt í riðla og stendur yfir mestan hluta laugardagsins. Þannig að ekki allir 30 stóðhestarnir eru sýndir í einu, heldur geta áhorfendur notið þeirra allan daginn. Ennfremur verður okkur gert kleift að sýna ræktun frá nokkrum mjög áhugaverðum ræktunarbúum. Í heild sinni, munu World Cup 2011 geta gefið öllum unnendum íslenska hestsins tækifæri til þess að upplifa stórkostlega stemmningu og goðsagnakennda hesta” segir Bo Hansen.

Á World Cup eru eftirtalin atriði í boði:

-  Keppni unglinga: Alþjóðakeppni þar sem hæfustu knaparnir í hópi unglinga frá hinum ýmsu löndum koma fram og keppa í tölti og öðrum gangtegundum.

- Stóðhestasýning með 30 frábærum íslenskum stóðhestum

- Óvæntar ræktunarsýningar ásamt sýningum frá stóðhestabúum í sérflokki.  

- Töfrandi stemmning ásamt ótakmörkuðum tækifærum til þess að versla.

- Áhugaverð námskeið á íslenska hestinum.

Ef frekari upplýsinga er óskað varðandi World Cup og keppnir í hinum ýmsum gangtegundum, vinsamlegast heimsækið vefsíðuna okkar www.worltoelt.dk.

Hægt er að kaupa aðgöngumiða á netinu á www.sporti.dk