laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Worl Cup í Óðinsvéum

Jens Einarsson
19. febrúar 2010 kl. 10:59

Mikill stjörnufans hesta og knapa

Hin árlega World Cup stóðhestasýning og hestaíþróttakeppni er haldin í íþróttahöllinni Arena Fyn í Óðinsvéum í dag og á morgun. Fjölmargir þátttakendur eru skráðir til leiks í tölt, fjórgang og fimmgang.

Keppt er í opnum flokki og ungmennaflokki. Keppendur eru flestir frá Danmörku og Noregi, en einnig frá Svíþjóð, Þýskalandi, Austurríki og Íslandi. Á startlistunum eru nokkur fræg nöfn, þar á meðal nöfn knapa og hesta sem kepptu á HM2009 í Sviss. Þess má geta að Jóhann Skúlason er skráður í töltið á Hnokka frá Fellskoti og er þetta fyrsta mótið þeirra saman. Heimsmeistarinn Hvinur frá Holtsmúla keppnir hins vegar í flokki ungmenna og knapi þar er dóttir nýju eigendanna, Elise Lundhaug.

Á meðal stóðhesta eru Álfasteinn frá Selfossi, Glotti frá Sveinatungu og Fálki frá Sauðárkróki. Stóðhestar með afkvæmum eru Jarl frá Miðkrika, Lykill frá Blesastöðum og Keilir frá Miðsitju. Frægir fyrirlesarar munu að venju flytja erindi. Að þessu sinni eru það þeir Sigurður Sæmundsson, sem mun segja frá reynslu sinni sem knapi, landsliðseinvaldur og ræktandi, og Þorvaldur Árnason, kynbótafræðingur, sem mun útskýra BLUPPIÐ fyrir gestum.

Sjá nána á: www.worldtoelt.dk