þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vorsýning kynbótahrossa

9. apríl 2013 kl. 15:34

Vorsýning kynbótahrossa

“Fer fram á Sauðárkróki dagana 29. apríl til 3. maí. Byggingadómar fara fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum en hæfileikadómar á vellinum Fluguskeiði austan við reiðhöllina. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Opnað verður fyrir skráningu mánudaginn 15. apríl og síðasti skráningardagur og greiðsludagur er föstudaginn 19. apríl. Verð fyrir fullnaðardóm er 18.500 kr en fyrir byggingadóm 13.500 kr. Endurgreiðslur á sýningargjöldum koma aðeins til greina ef látið er vita um forföll fyrir kl. 16:00 síðasta virka dag fyrir sýningu í síma 516-5000 en einnig er hægt að senda tölvupóst á netföngin lr@rml.is og  rml@rml.is . Endurgreitt er kr. 11.000,- fyrir hross sem skráð hefur verið í fullnaðardóm og kr. 8.000,- fyrir hross sem aðeins hefur verið skráð í bygginga- eða hæfileikadóm. Slasist hross eftir að sýning hefst er sama hlutfall endurgreitt gegn læknisvottorði. 

 
Allar nánari upplýsingar í síma Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins 516-5000. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netföngin lr@rml.is og  rml@rml.is.                    
 
Minnum á að allir stóðhestar verða að vera dna greindir svo og foreldrar þeirra. 
Og úr öllum stóðhestum fimm vetra og eldri þarf að liggja fyrir blóðsýni og spattmynd við komu til dóms,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum