miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vorsýning kynbótahrossa á Króknum

15. apríl 2011 kl. 16:27

Vorsýning kynbótahrossa á Króknum

Nú styttist í fyrstu kynbótasýningu vorsins og fer hún fram líkt og undan farin ár, á Sauðárkróki í tengslum við stórsýninguna Tekið til kostanna.

Upplýsingar um sýninguna:
Dómar fara fram föstudaginn 29. apríl.
Yfirlitssýning hefst kl. 10 að morgni laugardagsins 30. apríl. Efstu hross sýningarinnar samkvæmt aðaleinkunn verða heiðruð á sýningunni Tekið til Kostanna á laugardagskvöldið.

Síðasti skráningardagur og greiðsludagur er miðvikudagurinn 20. apríl. 
Skráningagjald er:

15.000 kr fyrir fullnaðardóm
10.500 kr fyrir eingöngu byggingar eða hæfileikadóm.
Greiða þarf skráningagjaldið inn á:
1125 - 26 - 0710 kt:580901-3010 
Skýring: Nafn á hesti.

Gefa þarf upp við skráningu hvort um sé að ræða fullnaðardóm eða eingöngu byggingardóm.

Tekið er á móti skráningum á Leiðbeiningamiðstöðinni ehf. 455-7100 eða ee@bondi.is.

Munið að úr öllum stóðhestum þarf að vera búið að taka DNA sýni sem og úr foreldrum þeirra. Blóðsýni og röntgenmyndir þurfa að liggja fyrir úr hestum 5 vetra og eldri.