miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vorboðinn ljúfi

28. apríl 2011 kl. 19:55

Elja frá Ytra-Vallholti með þriggja daga daga gamalt hestfolald. Ljósmynd Rósberg Óttarsson

Fyrstu folöldin að fæðast

Það er ekki bara lóan sem minnir okkur á að vorið er komið. Nú eru fyrstu folöldin farin að sjást sem er ekki síður vorboði. Á Miðsitju í Skagafirði rakst blaðamaður Hestablaðsins á folald sem kom í heiminn á Páskadag. Eigandi þess er Magnús Andrésson og aðspurður sagði hann að um væri að ræða bleikálótt hestfolald undan fyrstu verðlauna hryssunni Elju frá Ytri-Hofdölum. Faðir hestsins unga er Knár frá Ytra-Vallholti, hestur á fjórða vetur undan Glettu frá Ytra-Vallholti og Sæ frá Bakkakoti. Knár þessi er hjá Bjarna Jónassyni á Narfastöðum og hefur kvissast út að þar sé mikið hestefni á ferðinni. Magnús hefur hugsanlega „hitt á það“ þegar hann veðjaði á þennan unga fola fyrir rúmlega ári síðan.