föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vöntun á hrossakjöti

3. mars 2015 kl. 14:51

Sveinn Steinarsson formaður FHB. Ljósmynd: Valgerður Valmundsdóttir

Tímabundin hækkun á verði til bænda.

Stjórn Félags hrossabænda hyggst standa að úttekt á afurðaverði hrossa. Samkvæmt fundargerð þykir stjórnarmönnum verð á folaldakjöti lágt til hrossabænda en telja hins vegar jákvætt að auðvelt hafi verið að afsetja hross. Það hafi hjálpað búgreininni að aðlaga sig að lægð í sölu lífhrossa síðustu misseri. Formanni var gert að kynna sér málin frekar og ræða við formann sláturleyfishafa.

SS tilkynnti í síðustu viku hækkun á verð fyrir innlagt hrossakjöt tímabundið um 16% en vöntun er á hrossakjöti til útflutnings. Hækkunin gildir frá 2. mars 2015.