mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vöntun á tamningafólki

19. janúar 2011 kl. 10:43

Vöntun á tamningafólki

Formaður FT Sigrún Ólafsdóttir hafði samband við Eiðfaxa og vildi koma því á framfæri að mikið væri sótt í félagið eftir upplýsingum um tamningafólk og að fólk væri að reyna að finna fólk til starfa...

Eftirspurnin er eftir hæfu fólki sem getur unnið sjálfstætt og hefur reynslu og menntun í faginu. Nýlega bárust félaginu óskir frá til dæmis Noregi en þangað vantar tamningafólk á tvo staði, í Svíþjóð vantar fólk einnig á tvo staði og þrjá í Þýskalandi.
Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar um málið geta snúið sér til skrifstofu FT og sent póst á ft@tamningamenn.is