föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Völsungur á leiðinni í hólf

odinn@eidfaxi.is
5. júlí 2016 kl. 23:12

Völsungur frá Skeiðvöllum.

Verður til afnota í stóðhestagirðingu Búnaðarfélags Eyrarbakka.

Völsungur frá Skeiðvöllum á leiðinni í hólf.

Völsungur er 6v gamall undan Óm frá Kvistum og heiðursverðlauna hryssunni Vöku frá Arnarhóli. Hann fór í glæsilegan dóm vorið 2016 á kynbótasýningu í Spretti, hann hlaut 8,51 í aðaleinkunn, þar af 8,59 fyrir hæfileika og 8,39 fyrir sköpulag. Meðal annars hlaut hann 9,0 fyirr tölt og vilja,fegurð í reið og 9.5 fyrir prúðleika.völsungur hefur 121 stig í kynbótamati. Völsungur verður til afnota í stóðhestagirðingu Búnaðarfélags Eyrarbakka.

Stefnt er að því að völsungur fari í hólf fimmtudaginn 7 júli og ekkert mál er að bæta inn á hann hryssum.

Verð á tolli er 80.000 + vsk og girðingargjald

Þeir sem hafa áhuga að nota Völsung er bent á að hafa samband við Viðar í síma 8670214 eða Karl Áka í síma 8691181.

Spretti í Kópavogi. SEINNI VIKA.

Dagsetning móts: 06.06.2016 - 10.06.2016 - Mótsnúmer: 08
FIZO 2010 - 40% / 60%

IS-2010.1.86-682 Völsungur frá Skeiðvöllum

Sýnandi: Viðar Ingólfsson

Formaður dómnefndar: Víkingur Þór Gunnarsson
Dómari: Friðrik Már Sigurðsson, Heiðrún Sigurðardóttir
Mál (cm):

143 133 137 63 139 38 47 43 6.6 30 18.5
Hófa mál:

V.fr. 9,0 V.a. 8,5
Aðaleinkunn: 8,51


Sköpulag: 8,39

Kostir: 8,59

Höfuð: 8,0
3) Svipgott 6) Fínleg eyru

Háls/herðar/bógar: 8,5
5) Mjúkur 6) Skásettir bógar D) Djúpur

Bak og lend: 8,5
3) Vöðvafyllt bak 8) Góð baklína

Samræmi: 8,5
2) Léttbyggt 5) Sívalvaxið

Fótagerð: 8,0
4) Öflugar sinar

Réttleiki: 9,0
Afturfætur: 1) Réttir
Framfætur: 1) Réttir

Hófar: 8,0
4) Þykkir hælar

Prúðleiki: 9,5

Tölt: 9,0
2) Taktgott 3) Há fótlyfta 5) Skrefmikið 6) Mjúkt

Brokk: 8,0
5) Há fótlyfta

Skeið: 8,5
4) Mikil fótahreyfing

Stökk: 8,5

Vilji og geðslag: 9,0
2) Ásækni 4) Þjálni

Fegurð í reið: 9,0
2) Mikil reising 3) Góður höfuðb. 4) Mikill fótaburður

Fet: 6,5
B) Skrefstutt D) Flýtir sér

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 8,0