mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Völsungur í girðingu

odinn@eidfaxi.is
28. júní 2015 kl. 22:22

Völsungur frá Skeiðvöllum, Knapi Viðar Ingólfsson

Einn af hæst dæmdu 5 vetra stóðhestum ársins verður á Eyrarbakka.

Stóðhesturinn Völsungur frá Skeiðvöllum verður til afnota í stóðhestagirðingu Búnaðarfélags Eyrarbakka. 

Völsungur er 5vetra gamall undan Óm frá Kvistum og heiðursverðlauna hryssunni Vöku frá Arnarhóli. Hann fór í glæsilegan dóm á dögunum á kynbótasýningu í Spretti, hann hlaut 8,44 í aðaleinkunn, þar af 8,58 fyrir hæfileika og 8,24 fyrir sköpulag. Meðal annars hlaut hann 9,0 fyrir tölt og vilja, og 9.5 fyrir prúðleika.

Upplýsingar veita Viðar Ingólfsson í síma 8670214 eða Karl Áki Sigurðsson í síma 8691181

Verð á folatolli er 70.000 +vsk og girðingagjald.

 

Dómur á Aukasýningu í Spretti:

IS2010186682 Völsungur frá Skeiðvöllum

Ræktandi: Skeiðvellir ehf.

Eigandi: Karl Áki Sigurðarson, Viðar Ingólfsson

F.: IS2003181962 Ómur frá Kvistum

Ff.: IS1995184651 Víglundur frá Vestra-Fíflholti

Fm.: IS1997287042 Orka frá Hvammi

M.: IS1988287067 Vaka frá Arnarhóli

Mf.: IS1981157025 Kjarval frá Sauðárkróki

Mm.: IS1984287057 Fluga frá Arnarhóli

Mál (cm): 144 - 132 - 136 - 64 - 139 - 36 - 47 - 41 - 6,6 - 30,0 - 18,0

Hófa mál: V.fr.: 9,0 - V.a.: 8,6

Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 7,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 9,5 = 8,24

Hæfileikar: 9,0 - 7,5 - 8,5 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 8,5 = 8,58

Aðaleinkunn: 8,44

Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 7,5

Sýnandi: Viðar Ingólfsson