miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vitrun í drullupolli

24. júní 2015 kl. 11:00

Jón er afkastamikill málari og listhneigður mjög.

Listabóndinn á Búrfelli lærði að nota hjálm.

 Orðið náttúrubarn í íslenskri orðabók er líst á eftirfarandi hátt: Maður sem ann náttúru og útilífi og unir sér þar best. Hann býr yfir eðlislægum gáfum og geðslagi og er lítt snortinn af ýmsum þáttum eða fylgikvillum siðmenningar.” Þessi lýsing á nokkuð vel við Jón Eiríksson, bónda á Búrfelli sem nýtir sköpunarkrafturinn til fulls í samvinnu við náttúru og dýr og lifir lífinu eins og hann sjálfur kýs.

Jón varð reynslunni ríkari einn góðan veðurdag við rekstur kinda. “Mér illa við ef að hross hnjóta mikið. Það er hættulegt fyrir þá sem ekki eru vanir að detta af baki. Ég var lengi að venja mig á það að nota hjálm er almennt mjög tregur að breyta út af vananum. Eitt skiptið þegar fé slapp inn á túnið þurfti ég rjúka til og ná í hest til að smala fénu til baka. Ég tók heldur lullgengan klár, skellti á hann hnakk og þaut af stað. Ég snarsnéri honum og þá uppgötvast að ég hafði gleymt að festa gjörðina.  Ég sveif í boga og small í jörðina með andlitið á kaf í drullu. Svo þegar ég opnaði annað augað þá sá ég stærðar stein rétt við hliðina á mér.  Þá gerðist eitthvað og það prentaðist inn í mig að ég yrði að nota hjálm. Núna legg ég ekki á hest án þess að vera með hjálm,” segir Jón.  

Jón á Búrfelli er í viðtali í 6. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.