fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Viti til afnota að Þingeyrum

21. júní 2011 kl. 10:06

Viti til afnota að Þingeyrum

Stóðhesturinn Viti frá Kagaðarhóli kemur að Þingeyrum í A-Hún. eftir Landsmót og verður þar til afnota út sumarið að er fram kemur í tilkynningu frá Þingeyrum.

"Viti frá Kagaðarhóli - IS2007156418 -  er 4 vetra brúnstjörnóttur undan Smára frá Skagaströnd og Óperu frá Dvergsstöðum sem  er dóttir Kveiks frá Miðsitju. Hann hlaut í kynbótadómi á Vindheimamelum nýverið  8,02 í aðaleinkunn. Fyrir sköpulag hlaut hann 8,05 þar af 8,5 fyrir háls og herðar og 9,0 fyrir bak og lend. Fyrir hæfileika hlaut  hann 8,00 þar af 9,0 fyrir tölt og hægt tölt, 8,5 fyrir brokk, 9,0 fyrir  vilja og geðslag og 9,0 fyrir fegurð í reið. Verð á fengna hryssu er 80 þús +  vsk. Vinsamlega pantið pláss með því að senda tölvupóst á netfangið: gunnar@thingeyrar.is eða í síma 895-4365. Þeir sem þegar hafa pantað eru beðnir að staðfesta pöntun. Einungis 20 merar verða hjá hestinum á hverjum tíma.

Nánari upplýsingar hjá Gunnari á Þingeyrum  í síma 895-4365."