mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Flutti inn notuð járningaráhöld

odinn@eidfaxi.is
22. nóvember 2013 kl. 19:42

Járningarmaðurinn Steven O'grady

Vítavert brot á sjúkdómavörnum.

Fyrr í vikunni var frétt hér á vefnum um járningarmanninn Steve O'Grady sem kom til landsins til að járna Blysfara frá Fremri-Hálsi

Í framhaldi af frétt Eiðfaxa barst Matvælastofnun ábending um að hann hafi flutt með sér notuð járningartæki, svuntu og vinnuskó til verksins.

Héraðsdýralæknir kannaði strax hvort ábendingin ætti við rök að styðjast og reyndist svo vera, en viðkomandi var þá farinn af landi brott með sín áhöld. Að flytja inn notuð áhöld og búnað er alvarlegt brot gegn íslenskum lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Stofnunin hefur þegar skrifað hlutaðeigandi aðilum bréf og gert þeim grein fyrir alvarleika málsins.

Gerðar hafa verið ráðstafanir til að hindra útbreiðslu á mögulegu smiti. Flutningur hrossa frá þjálfunarstöðinni, þar sem áhöldin voru notuð, hefur verið takmarkaður. Allir hestar sem þar eru, hafa verið settir undir aukið eftirlit og kröfur gerðar um sérstakar smitvarnir. Enginn hestur má fara frá þjálfunarstöðinni án samþykkis héraðsdýralæknis og gildir sú ráðstöfun í a.m.k. fjórar vikur eða þar til hægt er með nokkurri vissu að álíta að smit hafi ekki borist í hesta á þjálfunarstöðinni.

 Einangrun í a.m.k. 4 vikur

Matvælastofnun hefur skrifað hlutaðeigandi aðilum bréf og gert þeim grein fyrir alvarleika málsins, samkvæmt frétt á vef stofnunarinnar.

Þá hafa verið gerðar ráðstafanir til að hindra útbreiðslu á mögulegu smiti. Flutningur hrossa frá þjálfunarstöðinni, þar sem áhöldin voru notuð, hefur verið takmarkaður og allir hestar sem þar eru settir undir aukið eftirlit.

Kröfur eru gerðar um sérstakar smitvarnir og má enginn hestur fara frá þjálfunarstöðinni án samþykkis héraðsdýralæknis. Sú ráðstöfun gildir í a.m.k. 4 vikur eða þar til hægt er með nokkurri vissu að álíta að smit hafi ekki borist í hesta á þjálfunarstöðinni.

Sjá frétt á www.mast.is