þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vísindaferð Hólaskólanema

7. apríl 2013 kl. 12:04

Vísindaferð Hólaskólanema

Vísindaferðir eru þekktar í háskólum víða um land og er tilgangur þessara ferða fyrst og fremst að víkka sjóndeildarhring nemenda sem og að kynnast mismunandi fyrirtækjum sem fyrirfinnast innan greinarinnar.

Markmið þessarar ferðar 3.árs nema Hólaskóla var m.a. að kynnast þeim atvinnumöguleikum sem í boði eru og að auka við þekkinguna.

Í vísindaferð þessari var á hverjum stað fyrir sig var ákveðið að taka fyrir ákveðið þema sem gestgjafinn fór yfir með nemendunum. Til að mynda var tekið fyrir;  þjálfun keppnishrossa, þjálfun kynbótahrossa, ferðaþjónusta, rekstur hestafyrirtækja og tamningastöðva, hvernig staðið væri að útflutning o.fl.

Punkturinn yfir i-ð hjá hópnum var töltkeppni meistaradeildarinnar í Ölfushöllinni á fimmtudagskvöldið. Mikil stemning og góð hross! Segir á vef Hólaskóla.

Nánar má lesa um ferðina á vef Hólaskóla http://www.holar.is