mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

VÍS dyggasti samstafsaðili LH

18. janúar 2014 kl. 15:00

VÍS og LH undirrita nýjan samning

LH og VÍS undirrita nýjan samning

VÍS hefur um árabil verið meðal dyggustu samstarfsaðila LH og staðið dyggilega við bakið á öllum viðburðum sambandsins, m.a. þeim stærsta, Landsmóti hestamanna.

Nú hafa þessir aðilar endurnýjað samninga sín á milli og skrifuðu þau Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs VÍS og Haraldur Þórarinsson formaður Landssambands hestamannafélaga undir nýjan samning fimmtudaginn 16. janúar. 

LH þakkar VÍS fyrir frábært samstarf á liðnum árum sem staðfestist klárlega með undirrituninni og hlakkar til áframhaldandi góðrar samvinnu á komandi árum við að kynna og styðja við uppbyggingu hestaíþróttarinnar, hvort sem er á innlendum eða erlendum markaði.