mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Virðing og traust hests og knapa

9. mars 2012 kl. 12:03

Virðing og traust hests og knapa

Langar þig að stunda hestamennsku aftur á skipulagðan hátt? Ertu búinn að taka þér langt hlé og langar að byrja aftur eða lentir þú jafnvel í slysi og átt erfitt með að treysta hestinum  þínum? Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á eftirfarandi námskeið:

 
Virðing og traust hests og knapa
 
Markmið þessa tveggja helga námskeiðs er að veita nemendum  innsýn í hvernig hesturinn skynjar umheiminn, hvernig hann hugsar og bregst við. Lögð verður áhersla í byrjun að byggja upp traust á milli manns og hests kenna honum grunnæfingar og læra hvernig hann bregst við áður en við stígum á bak. Kenndar verða æfingar til að laga og bæta taumsamband, jafnvægi og gangtegundir. Þátttakendur eru hvattir til að fylgjast með hvert öðru á meðan námskeiðinu stendur. Hver og einn vinnur með sinn eigin hest. Hámarksfjöldi 10.
 
Hvað þarft þú að kunna? 
Þú þarft að hafa setið á hesti á einhverjum tímapunkti ævinnar og hafa lært grunnþætti í reiðmennsku.
 
Hvað þarf hesturinn þinn að kunna?
Hann þarf að hafa hlotið frumtamningu og vera reiðfær. Hann má vera ódæll, frekur, stífur eða jafnvel hræddur.
 
Kennari: Gunnar Reynisson, hestafræðingur hjá LbhÍ.
 
Tími: 30. -31. mar. og  13.-14. apr. Fös. frá kl 15:00-18:30 og lau. frá 9:00-17:00 í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum (um 3 x 2 x 40 mín kennslustundir).
 
Verð: 35.000 kr. (kennsla, aðstaða fyrir hross, veitingar).
 
Skráningar: á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000. Fram komi fullt nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og sími.
 
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 10.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Kvittun send á endurmenntun@lbhi.is
 
Minnum bændur á Starfsmenntasjóð bænda www.bondi.is