miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vinnuverndar- og réttindanámskeið fyrir bændur!

10. nóvember 2012 kl. 15:58

Vinnuverndar- og réttindanámskeið fyrir bændur!

Námskeið:   Vinnuverndar- og réttindanámskeið fyrir bændur!
Endurmenntun LbhÍ í samstarfi við Vinnueftirlitið og Búnaðarsambönd.

Markhópur: Bændur, búalið og aðrir áhugasamir.
Lýsing: Námskeiðið veitir bókleg réttindi til að stjórna dráttarvélum í réttindaflokki (I) og lyfturum (J). Námskeiðið er hefðbundið vinnuvélanámskeið en er aðlagað að bændum, allir eru þó velkomnir. Sérstaklega verður fjallað um gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði (áhættumat starfa) á vinnustað og gerð æfing í því. Lagðir verða fram gátlistar fyrir bændur til að gera áhættumat. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, myndum, myndböndum og verkefnum. Námskeiðið skiptist í 4 hluta:
 
1.  Hluti, fyrri dagur
1. Almenn kynning, lög, reglur og réttindi
2. Vinnuslys, atvinnusjúkdómar, persónuhlífar og líkamsbeiting
3. Börn og unglingar, vinna í lokuðu rými
4. Hávaði og lýsing. Hættuleg efni, notkun og geymsla.
5. Áhættumat fyrir bændur, gátlistar Vinnueftirlitsins o.fl.
 
(Hægt er að skrá sig eingöngu á 1. hlutann ef, t.d. viðkomandi hafa vinnuvélaréttindi en hafa ekki farið í gegnum áhættumat og viðeigandi gátlista. Mikilvægt er að skrá sig og greiða 6.500 kr. á mann fyrirfram, sjá upplýsingar neðar.)
 
2. Hluti, fyrri dagur
1. Eðlisfræði
2. Vökvafræði
3. Vélfræði
4. Rafgeymar
5. Öryggi við skurðgröft
 
3. Hluti, seinni dagur
Dráttarvélar með tækjabúnaði og dráttartæki, minni gerðir jarðvinnuvéla (£4 t) í réttindaflokki (I)
 
4. Hluti, seinni dagur
Lyftarar með allt að 10 tonna lyftigetu í réttindaflokki (J)
 
Námskeiðinu líkur með skriflegu krossaprófi
 
Ávinningur: Bókleg réttindi á vinnuvélar í réttindaflokkum (I) t.d. dráttarvélar og minni gerðir jarðvinnuvéla (£4 t) og liðléttingar, og (J) Lyftarar með allt að 10 tonna lyftigetu.   Aukin þekking á vinnuverndarmálum og hvernig á að gera áhættumat starfa.
 
Til að ná fullnaðar I/J réttindum þarf að;
•         Sitja þetta  tveggja daga námskeið og standast krossapróf í lok þess,
•         vera orðin /-inn 17 ára,
•         hafa gilt ökuskírteini,
•         fengið þjálfun í notkun vinnuvéla með uppá skrift aðila með  vinnuvélakennararéttindi ,
•         óska eftir og standast verklegt próf,
•         sækja um vinnuvélaskírteini.
 
Þeir sem áhuga hafa og uppfylla ofangreind skilyrði geta við skráningu á námskeiðið óskað eftir því að taka verklegt próf.  Þeir einir sem ná krossaprófinu geta í framhaldi farið í verklegt próf. Ef viðkomandi er ekki tilbúin-/inn að taka verklega prófið eftir bóklega hluta námskeiðsins má taka verklega prófið síðar með aðkomu viðurkennds prófdómara frá Vinnueftirlitinu.
Eftir að viðkomandi hefur náð báðum námshlutum er hægt að sækja formlega um vinnuvélaskírteini með I/J réttindi til Vinnueftirlitsins.
 
Námskeiðið er styrkhæft úr Starfsmenntasjóði bænda - sjá vinnureglur sjóðsins á www.bondi.is
 
Leiðbeinendur: Starfsmenn fræðsludeildar- og vinnuvéladeildar Vinnueftirlitsins.
 
Verð: 34.000.- Kennsla, kennslugögn og veitingar. Óski viðkomandi eftir að taka verklegt próf eftir námskeiðið, kostar það aukalega  4.760.- kr. á hvern réttindaflokk. Láta þarf ósk um slíkt fylgja skráningu og greiða á staðnum. Útgáfa vinnuvélaskírteinis kostar 6.480 kr.
 
Stund og staður: (2 daga bóklegt námskeið,- verklegt próf samkvæmt samkomulagi á staðnum.)
·         þri. 11. des. kl 10:00-17:00 – mið. 12. des. kl. 10:00-17:00.  Stóra-Ármóti (ef áhugi er fyrir öðru námskeiði í nálægð við Hvolsvöll er fólk beðið að láta vita um það við skráningu). Skráningafrestur til 4. desember!
·         Þri. 4. des. kl. 10:00-17:00 – mið. 5. des.kl. 10:00-17:00.  Á Geirlandi. Verklegt próf í Eystra Hrauni. Skráningafrestur til 27. nóvember!
Skráningar:  endurmenntun@lbhi.is  - Fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og heiti námskeiðs eða hafa samband í síma: 433 5000.
Eftir að skráning er móttekin er gengið frá greiðslu á staðfestingargjaldi, með því að millifæra 8.400 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590, og send kvittun á netfangið.