mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vinnufundur um varðveislu norrænna hrossastofna-

27. október 2011 kl. 09:53

Vinnufundur um varðveislu norrænna hrossastofna-

Dagana 24.-26. október fór fram undirbúningsfundur í verkefninu Riding Native Nordic Breeds á Háskólanum á Hólum.

Markmið verkefnisins, sem er styrkt af NORA, er að efla ferðaþjónustu byggða á staðbundnum hestakynjum í Vestur-Noregi, Íslandi og Færeyjum. Áherslan er á yfirfærslu þekkingar innan svæðisins til fyrirtækja sem nota staðbundin hestakyn í sínu upprunalega umhverfi.

Auk íslenska hestsins, sem er mikið notaður í ferðaþjónustu, byggir verkefnið á norska fjarðahestinum og þeim færeyska. Þannig nær verkefnið yfir allt frá því að stuðla að varðveislu húsdýrakyns í hættu með því að finna því nýtt hlutverk, til þess að bæta þjónustu og auka vöruframboð og fagmennsku í greininni.

Í verkefnisstjórninni eru þær Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Helgadóttir frá Hólaskóla - Háskólanum á Hólum. Rhys Evans dósent við frá Høgskulen for landbruk og bygdenæringar í Noregi hélt fyrirlestur sem bar yfirskriftina „The equine sector in the rural economy“ og Anna Louisa Jóensen frá félaginu Føroyska rossid kynnti færeyska hestakynið og þá vinnu sem nú stendur yfir við að varðveita kynið sem telur nú 58 hross.

Frá þessu segir á vefsíðu Hólaskóla.