miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vinnudagur dómara 10 tímar

5. nóvember 2013 kl. 11:33

FEIF hefur gert breytingar á keppnisreglum sínum.

Breytingar á keppnisreglum FEIF.

Íþróttanefnd alþjóðasamtakanna FEIF hafa gefið út endurbættar reglugerðir um WR mót. Markmið breytinganna er að tryggja samhæfðar niðurstöður og sem réttlátasta dæmingu, að er fram kemur í tilkynningu. Samkvæmt breytingum munu WR mót nú eingöngu fara fram á 250 metra völlum og alþjóðadómarar á mótum fjölga. Þá eru settar sérstakar reglur um vinnutíma dómara.

Reglurnar taka gildi árið 2014 og ná yfir WR mót um allan heim. Samkvæmt tilkynningunni hafa eftirfarandi breytingar verið gerðar (gróflega þýddar af blaðamanni):

  1. Fjöldi alþjóða dómara á hverju WR móti munu fjölga úr tveimur í þrjá og á amk. annar þeirra að koma erlendis frá.
  2. Halda þarf vinnustundir dómara í hófi til að tryggja vandað vinnuframlag. Vinnudagur dómara skal því aldrei vera lengri en 10 klukkustundir með matartíma auk þess sem gera skal stutt hlé frá dómstörfum á tveggja tíma fresti.
  3. Öll hross sem keppa í úrslitum skulu mæta í skoðun og að minnsta kosti 25% þátttökuhrossa í forkeppni.
  4. Til þess að árangur sé sambærilegur, sérstaklega í fimmgangi F1 og F2, verða WR viðburðir nú aðeins leyfðir á 250m völlum (enga 200m eða P-velli).
  5. Þar sem WR mót er alþjóðlegur viðburður og áhorfendur alls staðar að (og amk. einn dómari erlendur) er skylt að kynning fari fram á ensku, eða amk. á tungumáli sem allir dómarar (keppendur og áhorfendur) skilja.

Tilkynninguna og lagabreytingarnar má nálgast á ensku hér.

Pjetur N. Pjetursson formaður Hestaíþróttadómarafélags Íslands, HÍDÍ, segir breytingarnar af hinu góða. “Við höfðum beint því til mótshaldara að hafa vinnudagana ekki of langa en nú er það í reglum. Það er mikið kappsmál að vinnudagurinn sé ekki dreginn á langinn því dómarar hugsa um fagmennsku í vinnu og að hún skili sér allan daginn.”