miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vinnubrögð, áherslur og forgangsröðun.

Óðinn Örn Jóhannsson
6. október 2018 kl. 17:25

Jóna Dís Bragadóttir.

Jóna Dís Bragadóttir býður sig fram til formanns LH.

Í 8.tölublaði Eiðfaxa sem nú er á leiðinni til áskrifenda kynna frambjóðendur til formanns Landssambands Hestamannafélaga málefni sín. Í upphafi greinar sinnar segir Jóna Dís Bragadóttir:

"Sumum þykir það tíðindum sæta að boðið sé fram gegn sitjandi formanni. Sjálfri finnst mér það eðlilegasti hlutur í heimi. Raunar finnst mér það eiginlega skylda mín að nýta til fulls þá reynslu og þekkingu sem ég hef aflað mér í félagsmálastörfum mínum á undanförnum árum og áratugum. Ástæðan þarf ekki endilega að vera málefnalegur ágreiningur. Í mínu tilfelli snýst málið frekar um vinnubrögð, áherslur og forgangsröðun í stjórnarherberginu. Líka traust. Ég tel mig geta gert betur í formannsstólnum, lagt meira af mörkum, virkjað atgervi og leikgleði stjórnarmanna til fulls og tryggt brýnum málum hraðari framgang." 

Greinina í heild sinni má lesa í 8.tölublaði Eiðfaxa.