fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vinningsnúmer í happadrætti

22. júní 2016 kl. 09:08

Ölnir frá Akranesi í sýningu 4 vetra á Sörlastöðum.

Nú hefur verið dregið í styrktarhappadrætti Hrossaræktar!

Nú hefur verið dregið í happdrættinu og fer vinningaskrá hér á eftir. Vinningshafar eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið stodhestabok@gmail.com til að nálgast vinninga sína.

Folatollarnir sem eru í verðlaun eru til afnota á árinu 2016.


Vinningaskrá:

 • Folatollur undir Arð frá Brautarholti - miði nr. 1874
 • Folatollur undir Arion frá E-Fróðholti - miði nr. 1295
 • Folatollur undir Eril frá Einhamri - miði nr. 956
 • Folatollur undir Óm frá Kvistum - miði nr. 423
 • Folatollur undir Sjóð frá Kirkjubæ -miði nr. 91
 • Folatollur undir Skagann frá Skipaskaga - miði nr. 904
 • Folatollur undir Skýr frá Skálakoti - miði nr. 213
 • Folatollur undir Spuna frá Vesturkoti - miði nr. 1904
 • Folatollur undir Straum frá Feti - miði nr. 814
 • Folatollur undir Sökkul frá Dalbæ - miði nr. 1310
 • Folatollur undir Þrist frá Feti - miði nr. 1500
 • Folatollur undir Ölni frá Akranesi - miði nr. 912
 • Málverk eftir Helmu - miði nr. 1792


Hrossarækt ehf. þakkar eigendum stóðhesta og listakonunni Helmu rausnarleg framlög sín í formi vinninga sem og hestamönnum sem keyptu miða og styrktu þar með gott málefni.

Aurora velgjörðarsjóður kemur auk þess veglega að verkefninu og mun endanleg styrkupphæð liggja fyrir innan fárra daga, að uppgjöri loknu.

Styrkurinn í ár skiptist á milli Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna og Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra og verður hann afhentur á Landsmóti hestamanna á Hólum í næstu viku.