fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vinna KS tölt í fjórða sinni

22. mars 2012 kl. 09:15

Efstu menn í KS tölti 2012. Mynd/Rósberg Óttarsson

Ólafur og Gáski í stuði

Rósberg Óttarsson:

Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum sigruðu töltið í KS-deildinni, Meistardeild Norðurlands, sem fram fór í kvöld í Svaðastaðahöllinni. Sigur þeirra var öruggur og sá fjórði í töltkeppni Meistaradeildarinnar frá upphafi. Það var strax ljóst í forkeppninni að þeir félagar væru í fantaformi en eftir hana voru þeir efstir með 7,57 í einkunn.

Næstir komu Bjarni Jónasson á Roða frá Garði með 7,17 og þá Sölvi Sigurðarson á Glað frá Grund með 7,07. Aðrir í A úrslitum voru Tryggvi Björnsson á Stórval frá Lundi með 7,0 og Baldvin Ari sem sigraði B úrslitin á Senjor frá Syðri – Ey með 7,22 í einkunn. Röð þriggja efstu manna breyttist ekki í A úrslitum en Tryggvi og Baldvin Ari höfðu sætaskipti. Ólafur og Gáski sýndu snilldar tilþrif og yfirferðin á tölti engu lík hjá þeim félögum.

A úrslit
Ólafur Magnússon  Gáski frá Sveinsstöðum  7,89
Bjarni Jónasson  Roði frá Garði  7,67
Sölvi Sigurðarson  Glaður frá Grund  7,61
Baldvin Ari Guðlaugsson  Senjor frá Syðri – Ey  7,33
Tryggvi Björnsson  Stórval frá Lundi  7,0

Stigakeppni knapa
Bjarni Jónasson  22 stig
Sölvi Sigurðarson  21 stig
Ólafur Magnússon  18 stig
Ísólfur Líndal Þórisson  17 stig