miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vindóttir litir í máli og myndum

4. nóvember 2014 kl. 12:00

Glymur frá Innri-Skeljabrekku, knapi Þórður Þorgeirsson.

Fjallað um móvindótta, jarpvindótta og samsetta vindótta liti.

 Samsettir vindóttir litir

Eins og gefur að skilja, þá getur vindótt einnig komið fyrir með öðrum erfðaþáttum sem hafa áhrif á grunnlitinn. Þannig geta komið fram álótt vindótt og leirlit vindótt hross. Af þessum litum er móálótt vindótt og bleikálótt vindótt hvað algengast. Mun sjaldgæfara er að sjá leirlitina
saman við vindótt.

Móálótt vindótt fær yfirleitt fremur ljósan mósóttan lit á bolinn, sem getur tekið á sig daufan brúnleitan blæ. Fax og tagl eru í hefðbundnum vindóttum litartónum. Apalmynstrið sést síður í móálóttu vindóttu, nema um sé að ræða dekkri afbrigðin. Það er þó vanalega auðvelt að þekkja þessi hross bæði frá móálóttum og móvindóttum hrossum, þó þau hafi einkenni beggja lita. Állinn í baki þeirra er sýnilegur en getur verið ljósari og minna áberandi en á álóttum hrossum.

Grein þessa má nálgast í 10. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.