miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Viltu taka þátt í nýrri keppnisgrein?

16. febrúar 2011 kl. 14:02

Viltu taka þátt í nýrri keppnisgrein?

Keppt verður í fyrsta skipti í nýrri keppnisgrein, "Hestamennsku FT" á afmælishátið félagsins nk. laugardag. Reglur og lýsingu á greininni má lesa hér á vefnum og á vef FT en  markmið hennar er að hafa samspil manns og hest í öndvegi.

Í  brennidepli á að vera rétt og vel þjálfaður hestur og góð hesta- og  reiðmennska.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með í frumraun þessari geta sent inn skráningu fyrir kl. 14 föstudaginn 18. febrúar á netfangið sigrun@hallkelsstadahlid.is. Fram þarf að koma nafn hests og knapa. Tónlist við atriðið sendist fyrir sama tíma á netfangið maggiben@gmail.com.

 Keppni í Hestamennsku FT hefst kl. 16 á laugardaginn og er lokaatriði stórsýningarinnar í reiðhöllinni í Víðidal.
 Æfingatímar fyrir keppendur verða í Reiðhöllinni Víðidal 18. febrúar frá kl. 20. Einnig er reiðhöllin opin frá kl. 9-15  fyrir sýnendur.