þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Viltu taka þátt í Meistaradeild?

21. nóvember 2012 kl. 09:20

Viltu taka þátt í Meistaradeild?

Meistaradeildin í hestaíþróttum hér syðra verður haldin í tíunda sinni á Ingólfshvoli í Ölfusi. Hún hefur fest sig rækilega í sessi meðal hestaáhugamanna en í ár stendur keppnistímabilið stendur frá 31. janúar til 5. apríl 2013.

 
Í tilkynningu frá stjórn deildarinnar er kallað eftir umsóknum keppenda og keppnisliða en í ár mun deildin bjóða átta liðum þátttöku.
 
“Þeir aðilar sem sækja um að koma með keppnislið verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Fjórir knapar í liði.
Tilnefningar til knapaverðlauna sl. tvö ár.
Verða að vera með skráðan árangur á World Ranking lista.
Það lið sem hlýtur fæst stig fellur sjálfkrafa úr deildinni, en hefur rétt á því að keppa í umspili við önnur lið sem geta sótt um inntöku í Meistaradeildina ár hvert. Umspil mun fara fram fyrstu til fjórðu vikuna eftir síðasta mót ár hvert. 
Stjórn Meistaradeildar getur hafnað liði um þátttöku ef það uppfyllir ekki öll skilyrði sem reglur félagsins gera ráð fyrir,” segir í fréttatilkynningu frá stjórninni en umsóknafrestur er til 30. Nóvember 2012 og sendist á info@meistaradeild.is og veitir ánari Kristinn Skúlason í síma 822-7009 nánari upplýsingar.
 
Í fyrra sigraði lið Top Reiter/Ármóta með þrjá kampakáta knapa innanborðs, þá Guðmund Björgvinsson (knapa ársins 2012), Jakob Svavar Sigurðsson og Þorvald Árna Þorvaldsson. Það var hins vegar Artemisia Bertus, í liði Hrímnis, sem sigraði einstaklingskeppnina með glæsibrag.