fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Viltu selja handverk á Hestadögum?

3. mars 2011 kl. 11:04

Viltu selja handverk á Hestadögum?

Nú er verið að undirbúa Hestadaga í Reykjavík. Aðstandendur hátíðarinnar hafa opnað vefsíðu hátíðarinnar á léninu hestadagar.is og icelandhorsefestival.is.

Nú er einnig verið að taka við pöntunum þeirra sem vilja huga að kynningu eða sölu á þjónustu eða vörum. Laugardaginn 2. apríl verður látið upp hestaþorp í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum þar sem handverksfólk eða afþreyingarfyrirtæki geta verið með kynninga og sölubása.

Verð fyrir sölupláss er 7.500 kr. en hestaþorpið verður aðeins opið þennan eina dag, 2. apríl, milli kl. 10 og 17. Ingibjörg sem gefur allar nánari upplýsingar um Hestaþorpið, áhugasamir geta haft samband við hana á netfangið straumver@gmail.com