miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vilmundur og Fróði á Stórsýningu Fáks á laugardaginn

28. apríl 2010 kl. 17:39

Vilmundur og Fróði á Stórsýningu Fáks á laugardaginn

Hæfileikabombunar Vilmundur frá Feti og Fróði frá Staðartungu munu þeytast um salinn á Stórsýningu Fáks á laugardagskvöldið. Vilmundur er að sanna sig í afkvæmum og verður gaman að sjá hann hjá Antoni Páli þeysast um salinn enda með 8,95 fyrir hæfileika.


Fróði er hæst dæmda afkvæmi Hágangs frá Narfastöðum og er hann með 8,85 fyrir hæfileika í kynbótadómi en fyrstu afkvæmi hans eru að koma á tamningaaldur.
Margir fleiri stóðhestar verða á sýningunni og ætla má að hrossaræktendur sjái athyglisverða stóðhesta til að nota fyrir hryssur sínar í sumar.